Ég er loksins búin að taka upp matseðlasystem hérna heima aftur, það féll svolítið mikið um sjálft sig á meðan Leifur var á Búðarhálsi.
Við púsluðum saman 2vikna matseðli núna í vikunni og ég fór í gær í fyrstu alvöru útiveruna frá litlu þegar ég fór og keypti nokkurnvegin allt hráefni sem ég gat fyrir þetta tímabil (þarf auðvitað að fara aftur síðar til að kaupa ávexti, brauð mjólk og svo frv). Ég lagði svolítið upp með að prufa slatta af nýjum uppskriftum og fá hugmyndir frá þessum flottu matarbloggum sem eru búin að vera að skjóta upp kollinum undanfarið ár eða rúmlega það 😉
Í gær prufuðum við t.d. að elda nýja útgáfu af hakkrétti sem ég hafði séð á Ljúfmeti og Lekkerheit, Brauð með ítalskri fyllingu.
Það var ekkert smá gott, Oliver og Ása Júlía voru líka ofsalega hrifin og ég er ekki frá því að Oliver hafi hreinlega borðað yfir sig því hann átti erfitt með að stoppa 🙂 Ég keypti reyndar eitthvað minna brauð en Svava gerir því ég endaði á því að setja ca helminginn af hakkblöndunni í eldfast fat, sem við reyndar snertum svo ekki á þannig að jeij fyrir afgöngum af góðum mat!