Samkvæmt sónarmælingum og úrlestur úr þeim áttum við von á að lítil stelpa léti sjá sig í kringum 9 nóvember sl. En hún, líkt og eldri systkinin, var ekki alveg á því að fara eftir því hvað einhverjir læknar , ljósmæður og nútímatækni segðu að hún ætti að láta sjá sig þannig að 9.nóvember kom og fór… Gígja ljósan mín og Ósk læknir ákváðu reyndar fyrir hana að hún mætti nú ekki kúra lengur þarna inni en viku aukalega en þar sem LSH framkvæmir ekki gangsetningar um helgar þá varð föstudagurinn 15.nóvember fyrir valinu þar sem daman fengi uppsagnarbréfið sitt.
Og hún var svo hlýðin og góð að hlusta á okkur þann dag að hún mætti kl 17:58 þann 15.nóvember í öllu sínu veldi. 3930gr og 50cm 🙂