Leiðindar veður úti og ég er eiginlega bara mjög fegin því að þurfa ekkert að vera á neinu útstáelsi. Þakka eiginlega bara fyrir að krílið sem kúrir í bumbunni hafi ekki látið sjá sig í gær eins og sónarinn hafði giskað á.
Ég ákvað að skella í köku með kaffinu og bananabrauð. Bananabrauð slær alltaf í gegn á þessu heimili þannig að um að gera að nýta þessa ofþroskuðu sem ákveðnir einstaklingar á þessu heimili halda fram að séu myglaðir og neita að borða banana sem eru farnir að verða örlítið brúnir. Hef stuðst við uppskrift sem er ofureinföld og ég fann á netinu. Hún er mjög góð en ég er alltaf á leiðinni að prufa að breyta henni aðeins… minnka hveitið og bæta við höfrum eða eitthvað… etv á maður eftir að gera það eitthvað í fæðingarorlofinu :-p Kakan var klassísk skúffukaka sem mamma hafði bent mér á að prufa, hún hafði séð uppskriftina í fréttablaðinu eða DV en hún er af vef Evu Laufeyjar matarbloggara með meiru. Hún er mjög góð en skemmtilegast var pottþétt að rétta krökkunum körfuna með kökuskrautinu mínu og gefa þeim lausan tauminn 🙂
Ekkert lítið skrautleg kaka sem út kom 😀