*ergelsi* ég er búin að vera eitthvað svo ferlega þreytt undanfarið…
sofna eiginlega bara um leið og ég næ að slaka á… sama hvort það er upp í sófa, upp í rúmmi eða liggjandi á gólfinu (sem betur fer ekki neinstaðar annarstaðar). slökun = svefn… það mætti halda að ég væri haldin svefnsíki :o( sem er ekki sniðugt… ég hef oftar en ekki lagst niður eftir vinnu til að lesa eða horfa á TV og hreinlega sofnað og ekkert vaknað aftur fyrr en ég hef átt að mæta til vinnu næsta dag, þá er ég að tala um að kl er ekki meira en svona 6 að kveldi til. Ég myndi skilja þetta ef ég væri í einhverri erfiðis vinnu sem ég er ekki í.
sbr síðasta vika, við skötuhjúin ætluðum að horfa á video… endaði með því að ég horfði á fyrstu 10 mín, restina horfði L á einn með mig liggjandi við hliðiná honum stein sofandi…
helgin, vorum að horfa á einhverja mynd og þegar hún var rúmlega hálfnuð var ég sofnuð… í gær! rotaðist í miðjum LENÓ! þetta er eitthvað meir en lítið skrítið þar sem ég er venjulega alger næturhrafn!