jæja eftir nokkurra mánaða kvabb í gamla settinu skilst mér að ég hafi náð að telja þau inn á að kaupa sér nýjan bíl *jeij*
í haust sennilegast seinnipart ágúst fórum við í sunnudagsbíltúr litla familían og enduðum inn í Heklu og ákváðum að prufukeyra bíl sem nefnist Outlander! Svaka fansí nafn… allavegana okkur leist öllum mjög vel á burrann.. enda svona jepplingur eins og er í tísku í dag *haha* já litla familían orðin tískueltarar *yeahsure*
svo fór gamla settið í bíltúr um helgina og viti menn enduðu inn í Heklu og ákváðu að skella sér aftur í bíltúr & gamli maðurinn kemur heim með hellings helling af bæklingum.
Áðan hringir móðir mín yndislegust með það yfirskyn að ég ætti að senda e-mail til Helgu frænku þar sem hún á afmæli í dag… en það næsta var.. Veistu hvar hann pabbi þinn er ? ÖHMMM í vinnunni? neinei hann er að ganga frá bílakaupum við ætlum að kaupa Outlanderinn ;o) *jeij*
það verða ss 3 bílar á 3 manna fjölskylduna! *hahah* gamanaðisu!
ss við verðum orðin alger vísitölufamilía á fimmtudag/föstudag ;o)