Ég prjónaði húfu um daginn til að gefa Brynhildi Daðínu í 5 ára afmælisgjöf… skottan mín var fengin til að módelast aðeins með hana fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa, finnst hún bara sæt og á alveg örugglega eftir að gera hana aftur einhverntíma…
Ása Júlía var mjög ákveðin í að fá líka nýja húfu… sko ekki leikskólahúfu heldur “ekki leikskólahúfu” eins og hún sagði sjálf. Ég fór að skoða mig aðeins um á Ravelry (svo auðvelt að týnast þar) og úr varð að ég gerði húfu sem ég kýs að kalla kaðlakollu 🙂
Ása Júlía er í skýjunum með hana og kýs að vera helst bara með hana 🙂
Báðar húfurnar eru prjónaðar úr Merino garni sem ég keypti í Handprjón.is, dásamlega mjúkt og fæst í amk 3 grófleikum 🙂