skrítið ég er að lenda í nokkrum samtölum á netinu og flest tengjast eignum og skuldum… reyndar tengist eitt þeirra samtali um stelpu sem ég og MSNarinn þekkjum bæði sem er í dálitlu veseni.. skuldar heilan helling, er ekki að vinna og lifir á bænum = mér & þér!
Að mínu mati þá er það ekki alveg það sama að standa uppi með margar milljónir í skuld þegar verið er að eignast eitthvað heldur en þegar þessar milljónir flokkast eingöngu undir neyslu, það er hreinlega bara sorglegt þegar þannig er komið fyrir fólki.
Samt ég geri mér alveg grein fyrir því að það er svoooooo lítið mál að koma sér í djúpan neyslu skít því að það er alltaf verið að senda manni einhverskonar tilboð… alveg ótrúleg tilboð “fyrsti gjalddagi er ekki fyrr en eftir 5 mánuði” öhh hverjir eru þá vextirnir sem hafa lagst oná það… ég trúi ekki á þessa 0% vaxta taxta sem eru í gangi, það er bara kjaftæði, ef vextirnir eru ekki reiknaðir á lánið þá er bara búið að reikna þá inn í verðið á hlutunum það er alveg á hreinu!
Ég er kannski bara svona skrítin, mér er meinilla við að skulda, ég hef jú 2x tekið eitthvað á greiðsludreyfingu en það voru hlutir sem þurfti að gera… og ég hef tekið 1 lán og það á eins stuttum tíma og ég gat ráðið við… (eheh klára það í sumar eftir 25 afborganir) og var sagt að ég væri rugluð en hey ég er svotil búin með það og er enn á lífi og ekki í neinum skít!
Ég á kannski ekki mikið en ég skulda mun minna en ég á og það er alveg á hreinu… það eina sem stendur í vegi fyrir mér að kaupa mér íbúð er leti í sparnaði *heheh* ef ég hefði bara þennan vilja sem sumir sem ég þekki hafa þá væri ég á grænni grein ;o) EN þetta reddast :o)