Eftir að við fréttum af því að vinir okkar í Svíþjóð ættu von á kríli á svipuðum tíma og við datt mér í hug að prjóna teppi sem mig hefur lengi langað að gera. Uppskriftin er af vefsíðu Pickles og heitir Breezy baby blanket. Það er lúmskt skemmtilegt að prjóna þetta teppi ennnn leiðinlegra en allt að ganga frá öllum endunum! Ég valdi 4 liti, ljós brúnan, appelsínugulan, gulan og dökk mosagræanan, sá brúni og græni áttu að hafa aðeins meira vægi en hinir 2 þannig að ég keypti meira af þeim litum. Hver litur er prjónaður í 4 umferðir þannig að það er nóg af endum í boði.
Ég gaf mér góðan tíma í að gera þetta teppi enda var nú ýmislegt klárað á sama tíma en ég hafði víst þónokkuð af honum í haust á meðan beðið var eftir komu Sigurborgar Ástu. Teppið var klárað í byrjun nóvember, rétt áður en daman í Svíþjóð fæddist en fór ekki í póst fyrr en rétt fyrir jólin og endaði sem einn af jólapökkunum hennar 🙂
Uppskrift: Breezy Winter Baby Blanket af pickles.no
Garn: Dale of Norway/Dalegarn Falk
Prjónar: 5.0mm