ég er eiginlega komin með þá sannfæringu að þeir bílstjórar Landflutninga sem keyra hingað vestur í bæ séu allir heilafatlaðir… Hvað annað á maður að halda þegar þeir hertaka þessi 2 stæði hérna sem eru máluð og merkt fyrir fatlaða? án gríns það þýðir ekki heldur að tala við þessa menn, maður fær bara kjaft til baka.
Svo tekur hið al skemmtilegasta við… en það er að taka á móti kvörtunum frá þeim sem eiga rétt á að leggja í þessi stæði… endalaus barningur. t.d. er maður sem kemur hingað, sem er orðinn rúmlega 70 ára og hann gengur við staf, er með staurfót og vesen… það liggur við að það heyri til undantekninga að hann fái að leggja í annaðhvort P-stæðið.
Það þýðir lítið að hingja á skrifstofur þeirra fyrirtækja sem eiga bíla sem leggja þarna, því að það gerist ekkert… ég efa það að bílstjórarnir fái áminningu eða orð í eyra.
En það eru auðvitað ekki BARA bílstjórar Landflutninga sem leggja þarna.. bara svo það sé á hreinu.
*viðbætur*
ég hef líka talað við bílstjóra m.a. hjá:
Mjólkursamsölunni
Agli Skallagrímssyni
Kjörís