ammili … mjá mín á semsagt ammili í dag sem er í sjálfu sér árlegur viðburður *haha*
Ég hreinlega nennti ekki að vera í einhverjum svaka matarpakka heldur prufa bara að gera eitthvað nammigott. Hnoðaði saman í hamborgara eftir að hafa skoðað nokkur blogg (eldhússögur, Ljúfmeti & Lekkerheit og The Real housewife of Norðlingaholt) og sauð saman með smá héðan og smá þaðan í heimagerða hamborgara sem þótt ég segi sjálf frá komu bara annsi vel út. Aldrei að vita nema ég skelli blöndunni inná uppskriftavefinn hérna á Kjánaprikinu. Leifur skellti þeim svo á grillið og við borðuðum þá svo með bestu lyst.
Öll afmælisbörn eiga að fá köku… alveg sama þótt þau þurfi að baka hana sjálf! en ég reddaði því auðvitað 😉 Rakst á nýja útgáfu af Pavlovu á Eldhússögur fyrr í sumar og þetta var auðvitað tilvalið tækifæri til að prufa! eða mér fannst það þar sem ég mátti ráða 🙂 dísæt með gommu af berjum og dash af marsípani.
Allt í allt mjög ljúfur, góður og gómsætur dagur sem ég átti 🙂