hvað er það með svona daga þegar það er viðbjóðs veður úti og fólk að kvarta í mér *urg* því ver og miður þá skapar þetta bara pirring í mér því að ég hef ekki tekið að mér hingað til að kenna fólki að leggja í stæði og þ.a.l. get ég voða lítið gert í því þótt það sé illa lagt og erfitt að fá bílastæði í grend við húsið… auðvitað má líka benda á að hjá Fróða vinna um 200manns þannig að það er svosem ekkert skrítið þótt það sé bílastæðavandi í gangi hérna ;o)
En mér þykir alveg einstaklega leiðinlegt að heyra næstum því hvern einasta einstakling sem gengur hérna inn segja við mig “hvað gengur eiginlega á hérna í húsinu, það er bara ekki hægt að fá stæði hérna úti”
Svo má auðvitað ekki gleyma því að það var verið að láta mig hafa einhver gögn til að biðja fólk um að fylla út og skila inn e-ð í sambandi við BS verkefni í Sjúkraþjálfun, gæði þjónustu á sjúkraþjálfunarstöðvum. ekkert að því svosem en ég prívat og persónulega er bara alveg þver á svona könnunum… ég tek ekki þátt í þeim, hví ætti ég þá að dreifa þeim, EN ég er búin að fá ræðu frá yfirmanninum og ég á líka að PASSA UPP Á að þessi bunki dreifist jafnt á þjálfarana, þannig að það sé ekki bara sjúklingar frá 1 þjálfara sem fá allan bunkann eða e-ð þannig.
aníhú skemmtilegur dagur framundan *hóstnothóst*