Við skelltum okkur í útilegu núna um mánaðarmótin… vorum ekki alveg ákveðin í hvert við ættum að halda en Suðurlandið var málið.
1. lagt af stað
2. alltaf þegar ég sé þessar heyrúllur á sumrin fæ ég upp endalausar minningar frá Chris frænda þegar hann kom í heimsókn til Íslands í kringum ’90… heyrúllurnar heita sko Ailienegs í minni fjölskyldu eða Geimveruegg…hann hafði nefnilega nýlega komist að því að á “græna kortinu” hennar Ástu frænku stæði “Ailien”
3. Auðvitað þurfti að taka pissustopp 😉
Eftir stutt stopp við Geysi ákváðum við að keyra áfram og litast um eftir tjaldstæði þar í grend. Merkilegt samt hvernig tjöld virðast vera hverfandi fyrirbæri á tjaldstæðum… okkur langar voðalega lítið að tjalda á “bílastæði”
4. Skemmtilegt sölutrix í Geysisstofu…
5. Krökkunum finnst alltaf jafn gaman að fikta í þessum gamla fallega traktor.
Við enduðum á tjaldstæðinu við fossinn Faxa. Krakkarnir voru í skýjunum að vera úti í náttrúrunni og afskaplega spennandi að gista í tjaldi! Ása Júlia fékk að taka “litlu dúkku” og nýju fínu dúkkuna frá Lindu frænku sem hefur hlotið nafnið “Ágústa Linda” með og var mjög upptekin við að sýna þeim umheiminn. Oliver var afskaplega áhugasamur um að passa uppá að tjaldið væri nú almennilega hælað niður og að pabbi sinn passaði nú almennilega upp á grillið.
6. Ása Júlia með dúkkurnar sínar, þær “litlu dúkku” og Ágústu Lindu
7. Oliver að passa upp á að pabbi sinn sinnti nú grillinu almennilega
8. Skuggabumba
9. Nestisbrot
Við skelltum okkur í sund í Reykholti og fékk Ágústa Linda að koma með í laugina enda er hún “sund dúkka” og með smá aðstoð frá rafhlöðum syndir hún skriðsund 😉
Krakkarnir gerðu líka leikvellinum góð skil og voru bæði voða stolt af sjálfum sér að klifra í klifurgrindinni og þvílík spenna þegar pabbi ýtti þeim í köngulóarrólunni.
10: Ása Júlia var svakalega montin að klifra alla leiðina upp, príla yfir og niður hinumegin.
11. Oliver prufaði klifurvegginn og var ekkert lítið ánægður með sjálfan sig.
12. Köngulóarrólan sló öll met í framhaldi af því
Við röltum líka um nágrennið og skoðuðum Faxa og ýmislegt i náttúrunni. Krökkunum fannst ákaflega merkilegt að sjá laxastigann upp með fossinum. Oliver spáði heilmikið í hvernig hann virkaði og hvort fiskarnir gætu bara labbað upp eða hvað…
13. Blágresi
14. busy bee á blóðbergi
15 Mjaðjurt
16. Faxi sjálfur… mjög fallegur og minnir að vissu leiti á “mini” útgáfu af Gullfossi sjálfum 🙂