Við skelltum okkur í bíltúr í dag til pabba. Krakkarnir voru mjög spennt að hitta hann, Oliver etv aðeins spenntari að sjá hvað væri búið að breytast síðan í haust þegar við fórum síðast. Hann var alveg viss um að stíflan væri búin að breytast og maturinn…
Við vorum komin uppeftir um 2 og eyddum deginum í að rúnta um svæðið með Leifi og krökkunum fannst það æði! Þau fengu líka að kíkja inn í rannsóknarstofuna þar sem m.a. grjótið er testað.
Krökkunum finnst svona stíflugerð svo spennandi og telja sig sko vita ALLT um það hvernig þær eru gerðar. Við stoppuðum í smástund við lækjarsprænu og krakkarnir spurðu strax hvort þau mættu henda steinum út í… sem endaði reyndar með því að þau sögðust vera að gera stíflu! hömuðust í dágóðan tíma við að henda steinum út í sprænuna…
Við lögðum ekki af stað heim fyrr en um 20:30 þannig að ég átti nú von á því að krakkarnir myndu bæði sofna í bílnum en úr varð að aðeins Ása Júlia sofnaði… Oliver sofnaði ekki fyrr en við komum heim. Hann varð líka aðeins of spenntur þegar við vorum að keyra uppi á Hellisheiði enda þvílík þoka og varla sást neitt framfyrir bílinn… frekar óþægilegt.