Ég datt niður á uppskrift á Ravelry af afskaplega fallegu teppi, tja að mínu mati amk, fyrir löngu síðan. Eftir dágóðan umhugsunartíma ákvað ég hvaða garn ég myndi vilja nota og lit. Það virðist vera svolítið mikið um svona laufamunstur þessa dagana, amk sýndi tengdó mér prjónablað sem hún keypti nýlega og þar var ca önnur hver flík með laufblaðamynstri.
Allavegana, fyrir valinu varð Merino Soft superwash garn úr Handprjón. Afskaplega mjúkt og girnilegt garn. Teppið skotgekk um leið og ég var komin upp á lagið með endurtekningarnar í munstrinu. Ég las mér til á Ravelry hjá öðrum notendum sem höfðu prjónað þetta teppi þar sem uppskriftin hljómaði upp á jafnarmakassa en ég vildi hafa það svolítið ílangt þannig að úr varð að ég fitjaði upp á 130 lykkjur, sem gerðu 8 endurtekningar þvert yfir og svo á lengdina urðu þetta 13 endurtekningar í heildina. Ég notaði rúmlega 7 dokkur í teppið.
Ég hef ekki mælt teppið eftir að ég þvoði það þannig að ég er ekki með endanlegar tölur á breiddina né lengdina, bæti því inn á Ravelry við tækifæri.
Hér má skoða upplýsingarnar um teppið á Ravelry
Hér að neðan eru nokkrar myndir, fyrst sem ég tók reyndar bara á símann minn á meðan ég var að vinna teppið og svo myndir sem ég tók þegar það var tilbúið.
Mynd 1: búin að gera fyrstu endurtekninguna á munstrinu
Mynd 2: nærmynd af munstrinu eftir nokkrar endurtekningar
Mynd 3: ca 9 endurtekningar komnar