Oliver fékk að bjóða nokkrum vinum sínum af leikskólanum í heimsókn í dag. Ekkert smá mikil spenna í gangi og þegar hann var farið að lengja eftir þeim klifraði hann upp á þakið á skúrnum úti á palli til að kíkja eftir bílunum (var sko alveg með það á hreinu að Valur Kári kæmi á svörtum bíl og Halldór Hilmir á rauðum, ekki alveg jafn öruggur með bílinn hans Elíasar).
En þeir komu jú allir og Oliver var alveg í skýjunum með að fá félagana í heimsókn. Sýndi þeim allt húsið og í kaffitímanum fengu þeir sér vöfflur með Risablóðssultu og rjóma (eða bara rifsberjasultu).
Þeir fundu líka vatnsbyssu og ákváðu að fara í stríð úti á palli (já sem betur fer á pallinum!) – þeir voru semsagt allir frekar blautir og þreyttir þegar þeir héldu heim á leið guttarnir og Oliver í skýjunum með daginn.