Við fengum borð og stóla á pallinn í vor – segja má að síðan þá hafi eiginlega ekki verið hægt að vera á pallinum vegna leiðindarveðurs og hefur því borðið fengið að vera ósamsett í geymslu. Tók mig til áðan og skrúfaði það saman *woohoo*
eina ástæðan fyrir því að ég ætla að monta mig á þessu er bara að í leiðbeiningunum stóð að þetta væri 2 manna verk og myndi taka ca 20mín. well ég gerði þetta ein og tók mig engar 20 mín 😉 enda það eina sem þurfti að gera var að skrúfa fæturnar saman, stöngina niðri til að festa þær svo í eina heild og að lokum skrúfa fæturnar á borðið – skil ekki hvernig þetta gat verið 2 manna verk? eða er ég kannski of IKEA væn? smiðsdóttirin sjálf *haha*