Ég og krakkarnir skelltum okkur í leik”hús” seinnipartinn í dag… fórum á frumsýninguna hjá Leikhópnum Lotta á Gilitrutt. Leifi vantaði smá “næði” þar sem hann er á kafi í að smíða nýju hillurnar í stofuna hjá okkur (ekkert lítið sem ég hlakka til þegar þær verða tilbúnar!!)
Við skemmtum okkur alveg konunglega og keyptum auðvitað nýja diskinn þeirra 🙂 Þessi hópur er ferlega lunkinn við að blanda saman gömlu ævintýrunum í eitthvað hresst og skemmtilegt! Ásu Júliu leist reyndar ekkert rosalega vel á hana Gilitrutt en var afskaplega hrifin af Bárði litlabróður hennar. Oliver hafði hinsvegar mestar áhyggjur af því eftir að leikritið var ca hálfnað að það væri ekki búið að stela Búkollu 😉
Við skemmtum okkur öll konunglega og ég mæli hiklaust með þessu leikriti eins og öllum öðrum með leikhópnum Lottu 🙂