Þessi helgi er búin að vera annsi þægileg…
bíó, ævintýri, föndurferð, verslunarferð, rúntur og nóg af föndri ;o)
Bíóið var Along Came Polly með Ben Siller & Jennifer Aniston, snilldar eintak…
ég held að Iðunn hafi tíst allan tímann, þ.e. milli hlátraskallanna í okkur öllum ;o)
Fór einnig í Föndru og hélt höndunum djúpt í vösunum til þess að tapa mér ekki alveg..
tókst ekki betur en svo að ég fór aftur í dag og eyddi og eyddi :o) fullt af peningum farnir :o( en ég er ríkari af föndurdóti ;o) samt bara svona smádóti, auka dóti á rammana mína til dæmis
Ég er búin að fá fullt af hugmyndum í rammagerðina *jeij*
Ég fékk alveg snilldar hugmynd núna í morgun, ætla að fara í rammagerð og finna mér einhverja flotta texta og setja í rammana, t.d. ætla ég að finna Dagný einhverstaðar með nótunum og setja í ramma fyrir sjálfa mig (nóturnar eru reyndar Iðunnar hugmynd og ætlar hún því að hjálpa mér að finna þær ;o) ) svona sem byrjunarverkefni og sjá hvernig það kemur út ;o)
það eru ekki allir sem eiga lag sem heita sama nafni og maður sjálfur, hvað þá svona fallegt lag ;o)
Ævintýrið var alveg stórkostlegt, við Leifur urðum vitni að því að einhver furðulegur ökumaður bakkar út úr stæði og þegar hann ætlar svo að halda áfram þá keyrir hann bara beint á næsta bíl.. og það ekki einusinni
heldur 2x!! og keyrir svo í burtu, samviskan var ekki alveg á því að láta okkur gera slíkt hið sama og fórum við því og biðum eftir eiganda bílsins… svaka gaman hjá okkur :o) samviskusamir einstaklingar jájájá ;o) so kom löggan og voða gaman í skýrslugerð ;o)
Við kíktum á Laugarveginn í gærkveldi eftir bíó og tókum þá eftir því að strax var farin að myndast biðröð fyrir utan Skífuna, bara fyndið!!! Merkilegt hvað fólk er tilbúið að leggja á sig fyrir miða á einhverja tónleika… meina miðasalan byrjar ekki fyrr en 21:00 í kvöld!! ss fólk sat þarna í tæpan sólahring að bíða eftir einhverjum tónleikamiðum *hahah* já ég er enginn Korn fan ;o) allavegana það voru komnir svona 10-15 manns í biðröð um 2 leitið í nótt. Við kíktum aftur í dag ca 12t síðar og þá var röðin búin að lengjast nokkuð og náði nú upp að Dillon bar, svo aftur um 6 leitið og þá var röðin komin upp að Dömunni (eða hvað þessi náttfatabúð heitir í dag).
Mér blöskraði reyndar dáldið hve mikið af ungum krökkum voru þarna í nýtt, sá alveg nokkra einstaklinga sem voru pottþétt ekki eldri en 15 ára (haha útivistatíminn löngu liðinn).
Jæja ég ætla að fara að reyna að gera e-ð af viti (kannski bara að föndra *glott*)
laterz!