Sumarið eftir 8 bekk vorum við æskuvinkonurnar í unglingavinnunni svona eins og allir gerðu á þeim tíma. Ég og Eva Hlín vorum pretty much alltaf saman í vinnunni sem og utan hennar. Þetta sumar kynntumst við henni Ásu LBG en hún var ný í hverfinu. Það er frekar skrítin tilhugsun að það séu komin 20! ár síðan þetta var en allar höngm við í þessari gömlu vináttu 😉 sem er ekkert leiðinlegt get ég sagt 😉 sérstaklega þegar við bætum hinum 2 með í hópinn, Lilju og Sirrý. Alltaf mikið hlegið þegar við komum 5 saman.
Fyrir rúmum mánuði sá ég auglýsingu á pressunni sem vakti margar skemmtilegar minningar til þessara stelpna og áraanna í gaggó 🙂 Jú þetta voru afmælistónleikar Vina vors og blóma 🙂
Við skelltum okkur fyrst í mat á Roadhouse og slúðruðum slatta, hlógum helling og skemmtum okkur. Ekki leiðinlegt að ná upp góðum stemmara fyrir tónleikana. Talandi um stemningu þá var hún alveg ótrúleg á tónleikunum. Þeir voru svoooo skemmtilegir og maður kom heim með unglingsárin í æð og tónlistina ómandi í kollinum 🙂
Takk fyrir mig vinir vors og blóma! og samveruna elsku bestu vinkonur 🙂