Hvað er það með að læknar láta fólk ALLTAF bíða þegar mar þarf að fara til þeirra ????
Ég þurfti að fara til læknis í morgun í sambandi við bakflæðis rannsókn sem ég er í… átti sko að fá að vita hvort ég færi í aðgerð eða ekki…
Veit ekki hvort ég eigi að vera úberhappý eða bara sátt við það að eiga ekki að fara í aðgerð heldur að halda áfram í lyfjadótinu. Ég er þvílíkt sátt við það að vera í þessu verkefni því að ég þarf ekki að borga fyrir lyfin *glott* það er nefnilega alveg 5þ til 7þ kall í hvert sinn sem apótekið er heimsótt… og þessi lyf eru víst betri en þau sem ég var á!! hef amk ekkert fundið fyrir einkennum síðan ég byrjaði á þeim.