Föstudaginn 2 jan ákváðu 3 ungar dömur (og 1 til) að hittast, slúðra, horfa á idol & borða góðan mat saman.
Við byrjuðum á því að mæta heim til Liljunnar og ákveða eiginlega þar hvað við ætluðum að fá okkur að eta saman og enduðum svo á því að samþykkja allar að fara bara á NINGS og taka með okkur mat heim til mín svo við gætum notið Idolsins eða eigum við að segja hneykslast á Idolinu….
Þetta var yndislegt kvöld sem við vinkonurnar áttum saman og kjöftuðum um auðvitað ALLT og EKKERT eins og okkur er lagið
ýmsar hugmyndir voru meltar…
og margt fleira var rætt en þessi topic standa uppúr
merkilegt nokk þá gáfumst við ekki upp fyrr en um 4 leitið um nóttina, hörku stuð á gellunum *jeij*
Sunnudaginn 4. jan var löngu búið að ákveða af mér og Iðunni gellu að fara að sjá The King Returns… eða Lordinn… eins og þessar myndir eru verulega flottar í alla staði þá eru þær dáldið langar… en þær eru bara SNILLD!!!!
næsta spurning er eiginlega… fyrst að LOTR er búið og MATRIX er búið hvað verður þá um næstu jól!?!?!?