jæja … þá er Hvassaleitið formlega komið úr okkar höndum og Kambaselið komið formlega alfarið í okkar hendur.
Svolítið blendnar tilfinningar en samt bara gaman 🙂
Við erum enn bara hálf komin inn í Kambaselið en það kemur allt með tímanum… enda Leifur að vinna fram á kvöld alla daga og líka um helgar, ef ekki hjá Hnit þá er maður í þokkabót orðin grasekkja XD (veit samt ekki hversu mikið maður á að gúddera það) en það þýðir auðvitað að það er ekkert hægt að vera að bora þegar hann kemur heim en mig er farið að sárvanta Fatahengið og snaga fyrir krakkana í forstofuna!! Það ætti samt að fara að húrrast upp eftir helgina – eða ég ætla rétt að vona það 🙂
við verðum að fara að koma í heimsókn og sjá hvað þið eruð búin að koma ykkur vel fyrir 🙂
Og það eru bara 11 dagar í kosningar, svo XD skilar vonandi manninum þínum þá 😀
já X-D skilar honum þá en Hálsinn stelur honum fljótlega eftir það :-p
En velkomin í heimsókn 😉 þið fáið boð í afmæli fljótlega 🙂
Dagný, þú leysir þetta með því að lofa að kjósa X-D.
ég stórefa að það breyti nokkru í tengslum við kröfur á viðveru hans á þessari skrifstofu sem þeir eru með í Skeifunni