er svona hægt og rólega að falla í fastar skorður… jújú það eru kassar hér og þar og út um allt! sem er reyndar að hluta til því að þakka að ég er búin að eyða síðustu viku eða svo í rúminu með hita, hor, raddleysi og ömurlegan hósta og hinn helmingurinn minn er búinn að vera að taka vinnuna með 2007 style – semsagt langir vinnudagar.
En loksins eru skáphurðirnar og rúllugluggatjöldin komin á sinn stað í svefnherberginu okkar, vonandi náum við að henda amk rúllutjöldunum og sömuleiðis gardínubrautunum upp í Ásuherbergi í dag/kvöld, er orðin pínu þreytt á annars skemmtilegum dagblaðagardínum (Ásu finnst óendanlega sniðugt að vera með dagblöð límd í gluggann hjá sér).
Planið um Páskana er að mála Olla herbergi, loksins, klára að festa kojuna og koma sem flestu amk hálfa leið á sinn stað þar sem jú t.d. er Olla herbergi ekki tilbúið og stofan rétt að byrja að taka á sig mynd… eða rúmlega það þar sem næstum því öll stóru húsgögnin eru komin á sinn stað en kassar hinsvegar sem innihalda smádótið, sparistellið og bækurnar sem eiga að vera þarna eru enn hér og þar og allstaðar í stofunni.
“húsbóndaherbergið” og “grænaherbergið” fá að bíða eitthvað áfram sem og auðvitað framkvæmdirnar við að koma stiga upp á loft, gluggum í þakið og allt hitt!!
Við erum alvarlega að gæla við að búa til framkvæmdameðmæla síðu hérna og aldrei að vita hvort við látum ekki bara verða af því. Erum rosalega ánægð með fyrirtækið sem við fengum til að pússa upp parketið í stofunni og niðri í holinu 🙂
Krakkarnir kunna rosalega vel við sig á nýja staðnum og ekki skemmir fyrir að í næsta húsi er jafnaldri Olivers og á hann systur sem er fædd ’08 og hinumegin við er önnur stelpa sem er líka fædd ’08 og ná þær fínu sambandi við Ásu Júlíu 🙂
Oliver tók sig m.a. til um helgina og fór fram á að fá hjólið sitt út og fara út að hjóla með nágrannstráknum 🙂 þeir voru alveg í essinu sínu þarna hjólandi upp og niður eftir göngustígnum á meðan litla mömmuhjartað stóð inni í eldhúsi og beið eftir því að sjá glitta í guttann 🙂