mikið rosalega dreymdi mig skrítinn draum í nótt..
ég var sofnuð e-ð um 10 leitið í gærkveldi enda ferlega skrítin í hausnum… rosalega þung en samt ekki með höfuðverk … I know I’m strange…
allavegna skrítni draumurinn er á þessa leið…
ég var í fjallgöngu ásamt mömmu & pabba, virtist sem við værum að ganga á Esjuna en samt ekki því að umhverfið var allt eitthvað svo “vitlaust” en áfram gengum við upp “Esjuna”
það var allt út í snjó og rosalega kalt og erfitt yfirferðar eða okkur fannst það… samt þegar ég leit niður á fötin mín þá var ég bara í strigaskóm og “venjulegum” fötum en ekki í neinum sérstökum útivistarfatnaði eða hlýjum fatnaði. engin furða að mér hafi verið kalt í draumnum. Svo þegar við vorum komin upp á topp þá var samt eins og toppurinn væri bara snjóhengja og áttum allt eins von á því að við fengjum að fara bara niður í snjóflóði.. en ekki reyndist það gerast. Uppi var rosalega fallegt… ósnortinn snjór út um allt en samt FULLT af fólki… m.a. kall sem labbaði út um allt með myndavélina á lofti að taka landlagsmyndir, svo var Elva Björk þarna líka, litla systir Evu Hlínar æskuvinkonu.
Allavegana útsýnið á toppnum var vægt til orða tekið undarlegt… allavegana miðað við það að þetta átti að vera Esjan sem við gengum … m.a. áttum við að vera að horfa í norður og þá sáum við “bakhliðina” á Snæfellsjökli en samt var þetta EKKERT líkt Snæfellsjökli… svo var risastórt vatn þarna sem var
isilagt og ég tók ekki eftir því strax og steig út á ísinn og þá var eins og hann losnaði frá landinu en brotnaði ekki og flaut e-ð út á vatnið… með vettlingunum mínum ?!
Ég minnist þess ekki að hafa dreymt niðurferðina en það síðasta sem ég man er að við vorum að kveðja Elvu Björk og vinkonu hennar og þær voru að leggja af stað niður sestar á svarta ruslapoka.
Samt var þetta alls ekki vondur draumur, því að ég, mamma & pabbi vorum öll að njota ferðarinnar og tímans saman, hlógum og skemmtum okkur vel.
blöh þetta er bara ferlega skrítið og ég ætla mér að leita að draumráðningabók og finna merkinguna