Ég hef séð annsi annsi margar uppskriftir á netinu af brownies sem bakaðar eru í bollum í örbylgjunni… sjaldnast eitthvað sem ég gæti trúað að sé gott.
Í dag hinsvegar er ég í hálfgerðri fýlu, er handónýt, raddlaus og alein heima þar sem kallinn er í X-D rugli og krakkarnir fóru í afmæli sem ég treysti mér ekki í, en mig langar samt í köku eða eitthvað sætt sem ég hefði auðvitað fengið ef ég hefði álpast í afmælið – Eva Mjöll lumar nefnilega ætíð á einhverri góðri köku eða góðum kökum 🙂
Er auðvitað búin að skella öllum bökunarformunum mínum í kassa, ég sver ÖLLUM! gæti jú auðvitað reddað mér með þessum örfáu eldföstu fötum sem hafa ekki enn fengið kassapláss en æj blöh ekki núna…
Úr varð að ég ákvað að prufa eina af þessum brownies bollakökum sem ég hef verið að sjá… sem er líka bara fínt! enda bara skammtur fyrir 1 eða smakk fyrir 2 😉 og well hún er barasta alveg ágæt… ekkert sem ég myndi hlaupa eftir en gerir alveg sitt þegar maður er í þessum pakkanum að langa í eitthvað svona 🙂 Ef ég geri þetta aftur þá er pottþétt eitthvað sem ég myndi breyta 🙂
En svona var þetta í dag:
- 4 msk hveiti
- 4 msk sykur
- 2 msk kakó
- 2 msk olía (ekki bragðsterk)*
- 2 msk mjólk (eða vatn eða kaffi)
- smá salt
Öllu blandað saman í bolla og sett í örbylgjuna í 60 sek (gæti verð mismunandi eftir örbylgjuofnum).
*Hugsa að ég myndi nota smjörklípu næst í staðinn fyrir olíuna)