Við tókum smá forskot á bolludaginn í dag 🙂
Persónulega þá finnst mér lítið varið í þessar hefðbundnu bakarísbollur… reyndar þá vil ég bara smjör og ost á nýbakaðar gerbollur. Þessvegna baka ég bara einfalda uppskrift af vatnsdeigsbollum og njótum við þess 🙂
Ég fékk uppskrift frá mömmu fyrir mörgum árum sem ég nota alltaf… hún er líka svo einföld 🙂 maður þarf bara pínu þolinmæði með að láta smjörhveitivatnsblönduna kólna nóg áður en eggjunum er blandað við.