Á sunnudaginn 3.feb vorum við með opið hús í Hvassaleitinu… eða réttara sagt Þórey var með opið hús fyrir okkar hönd í Hvassaleitinu. Akkúrat í miðjum hríðarbyl… skilst að 2 hafi komið að skoða en á mánudeginum hafði kona samband við hana sem vildi ólm koma og fá að skoða, vildi ekki bíða fram að næsta opna húsi (sem auglýst var á mánudaginn 11.feb).
Úr varð að Leifur hitti Þóreyju og konuna á þriðjudag í hádeginu… ca klst eftir að hún hafði komið og skoðað íbúðina hringdi Þórey í Leif með tilboð frá þessari konu… eftir smá spjall og hringingar hækkaði konan tilboðið aðeins og við féllumst á nýja tilboðið.
Þannig að allt í allt þá tók þetta ferli alveg heila 7 daga! ótrúlegt 🙂
Nokkurnvegin á sömu mínútu og Þórey og Leifur töluðu saman um þetta seinna tilboð barst Leifi tölvupóstur frá þjónustufulltrúanum okkar í bankanum sem tilkynnti honum að lánamálin væru komin á hreint og væru á leið í nafnabreytingu og prentun.