sama hvað fólk er að gera eða hvað þarf að gera það er allt tengt jólunum og auðvitað á það við um mig líka að vissu leiti.. ég er búin að vera að brenna jóladiska fyrir vin minn *hóst* ég er að komast að því að ég á dáldið mikið af jóladiskum *roðn* allavegana bara gaman að því 🙂
ákvað líka að búa til einn MP3 disk með mínum jólalögum, þ.e. þeim jólalögum sem vekja upp minningar hjá mér og svo framvegis… bara svona til að hafa einn sem ég get hlustað á í hringi í bílnum 🙂
Þegar ég var að koma heim áðan mætti ég stráknum sem ber út póstinn í götuna hérna hjá okkur og hann sagði mér nokkuð sniðugt…
Í húsið til mín kemur meiri póstur í desember en í báða stigagangana hérna fyrir neðan þ.e. þær 9 íbúðir sem eru í næstu blokk!!! og við erum 3 sem búum hérna!!! halló how vírd is that… pabbi og mamma fá reyndar alveg svaðalegt magn af jólakortum á hverju ári… spurning hvort mín aukist e-ð um leið og ég flyt út *heheheh*
annars þá eru hérna nokkrar síður sem eru dáldið sniðugar 🙂
jólakort
Búðu til snjókorn
yndislegt jólakort
“snowglobe”
og að lokum nýjasta jólalagið