Ég á slatta afgang frá peysunni, Timberjack JR, sem ég prjónaði á Oliver og datt í hug að gera annað sett af “Small and Clever” ungbarnasettinu af Pickles vefnum.
Byrjaði á þessu einhverntíma í janúar en kláraði ekki fyrr en núna um daginn… eitt af þessu dóti sem maður “þarf” ekkert að klára á ákveðnum tíma enda á leiðinni í gjafakassann :-p
Þetta er skemmtilegt verkefni, eins og t.d. vettlingarnir, þá byrjar maður á “toppnum” á öðrum þeirra og prjónar vettlinginn niður, fellir allar lykkjur af nema 3 og prjónar snúruna, svo fitjar maður upp og prjónar þann seinni venjulega frá stroffi. Sama gildir um húfuna, prjónar hana frá snúru að snúru.