Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá mér, svo miklu að ég er með hana innrammaða heima.
Myndir eru ómetanlegar, sérstaklega eftir að fólk er farið frá manni. Við skötuhjúin erum dugleg að taka myndir svona yfirleitt, en vélarnar falla stundum til hliðar – eiginlega alltof oft í hinu daglega lífi. Það á ekki að þurfa einhvern viðburð til að myndavélin fari á loft, þó jú það sé alltaf gaman að eiga myndir úr afmælum, ferðalögum, fjölskylduboðum eða annarskonar tilstandi þá skiptir daglega lífið bara svo miklu meira máli þegar maður lítur aftur – sérstaklega þegar börn eru komin í spilið 🙂
Eftir að allir eignuðust þessar stafrænumyndavélar þá eru svo margar tölvur yfirfullar af myndum sem eru etv ekki skoðaðar eða enginn fær að sjá afþví að þær gleymast þar. Mér finnst oftar en ekki MJÖG erfitt að velja og hafna hvaða myndir eiga að fá að komast á pappír. Við erum að vinna í því að búa til árbækur með aðstoð Blurb.com, ég veit að það eru fleiri fyrirtæki* þarna úti sem gera svipaðar bækur en einhvernvegin hefur Blurb alltaf staðið fyrir sínu hjá okkur og við vitum að hverju við göngum 🙂 ég stend mig líka æ oftar að því að grípa frekar bækurnar en í myndaalbúm sem eru til yfir svipað tímabil.
Annað með þessar stafrænu myndir… það er geymslan á þeim því jú ekki viljum við tapa öllum þessum GB eða TB af myndum sem maður á … annar hausverkur þar! en samt líka ýmsar leiðir og lausnir. Við kjósum auka harðadiska aðrir kjósa að borga fyrir geymslu einhverstaðar úti í heimi eins og t.d. hjá Dropbox. Hvað er sniðugast hef ég ekki græna 🙂 Hörðudiska (ath fleirtala) leiðin henntar okkur og það er bara fínt 🙂