Jæja þá er litla sæta frænkan mín komin með nafn.. daman fékk nafið Eir, Eir Fannarsdóttir. Alveg vissi ég að þau skötuhjú myndu ekki velja “venjulegt” nafn… þ.e. ég vissi að þau myndu seint skíra dömuna Anna eða Guðrún (ekki það að það sé nokkur skapaður hlutur að þeim nöfnum, ekki nálægt því einusinni). Daman var hin rólegasta á meðan athöfinni stóð, svaf bara þetta var sko EKKERT mál 🙂 svo þegar heim var komið í veisluna þá var mín bara voða kát með að vera LOKSINS búin að fá nafn sem allir gætu kallað hana ekki bara m&p.
Í ár var búið að vera svo mikið vesen á minni móðurfjölskyldu á Snæfellsnesinu að ekkert jólaboð var haldið fyrir utan þessa litlu skírnarveislu sem var jú hálfgert jólaboð þar sem flestir voru þarna af nánustu fjölskyldu minni á nesinu. æj ég skil það mjög vel að það hafi ekki verið neitt alvöru jólaboð og er hálf fegin því, ég var alveg nógu þreytt eftir þetta sem var.
Mér þótti reyndar alveg einstaklega vænt um að sjá eina af frænkum mínum vera svona glaða og ánægða eftir átakasamt ár og í raun undanfarin ár… langt síðan ég hef séð hana virkilega ánægða.