Við fórum semsé með gamla rúmið okkar út í Sorpu í gær… nýttum auðvitað ferðina og týndum ýmislegt til sem mátti alveg endurnýja líftíma sinn einhverstaðar annarstaðar… sbr þessi göngugrind sem fyrrv. nágranni okkar skildi eftir á sínum tíma þegar Oliver var bara peð en hefur svo einhvernvegin bara þvælst um niðrí kjallara þannig að við létum hana bara gossa mun enginn sakna hennar hvorteð er.
Ég held samt að fólk hafi kímt eilítið þegar það sá hvernig við festum hana á kerruna á leiðinni í Sorpu 😉
En já… það þýðir ekkert að fara bara með gamla rúmið út í Sorpu og that’s it er það?
Við fórum semsagt á stúfana nýlega og kíktum á nokkur rúm. Enduðum á því að fara aftur á laugardaginn og versla 1 stk rúm og með því í Dorma. Áttum nú enganvegin von á því að fá heimsendingu samdægurs en það gerðist!
Strákurinn sem afgreiddi okkur fær topp stig fyrir þá þjónustu sem hann veitti okkur, upplýsingarnar og allt saman 🙂 ekki skemmdi heldur fyrir að sendillinn var mættur á slaginu 4 en okkur var sagt að þetta yrði keyrt út eftir 4 🙂 Seinniparturinn á laugardag var því annsi skrautlegur og bara gaman að því 🙂 Krökkunum fannst alveg ógurlega sniðugt að við værum að stússast í þessu og voru allt í einu komin með sitthvora myndavélina (Olli með okkar ixus og Ása Júlía með ixus vélina þeirra) og er því uppsetningin á rúmminu vel documenteruð af þeim 🙂
Það var samt annsi ljúft að leggjast upp í nýtt rúm á laugardagskvöldið – bara nice!
Til lukku með nýja svefnstaðinn, það er ótrúlegur munur að vera í nýju rúmu.