Nú er komið ár síðan ég fór í Nissen aðgerðina.
Það verður að segjast að það er voðalega þægilegt að vera ekki háð því að japla á einhverjum lyfjum til að geta borðað það sem manni langar í þegar það á við. Eftir að þetta vesen byrjaði þá hef ekki verið lyfjalaus eins lengi og nú án þess að hafa átt í einhverjum vandræðum með að kyngja mat. Ég hef þurft fyrir aðgerðina þ.e. að fara upp á slysó til þess hreinlega að hjálpa mér að losa fæðu sem stóð föst. Ég hef bara 1x fundið fyrir óþægindum eftir þetta og það var núna um jólin, enda svosem ekkert skrítið… ég hef ekki borðað neitt af ráði af þessum “klassíska” íslenska jólamat undanfarin ár, hvað þá dag eftir dag. Það eru jú ástæður fyrir því
a) mér þykir reyktur matur ekkert sérstakur, aldrei fundist það og sækist því ekki í hann og það sama gildir um saltan mat.
b) ég hef aldrei borðað hangikjöt í miklu magni, aldrei, þykir uppstúfur ekkert áhugaverður matur. Í raun má segja að mér þyki hangikjöt eiginlega bara gott í örþunnum sneiðum ofaná flatkökur :-p
En nú um jólin var þessi klassíski jólamatur jú prufaður 2daga í röð og mér leið ekkert ógurlega vel eftir hangikjötið á jóladag… eiginlega bara illa… held ég haldi mig bara við hangikjöt á flatkökur í framtíðinni :-p
En að öðruleiti þá hef ég nú getað borðað það sem ég vil og ekki fundið fyrir neinu sem er óskaplega ljúft.
Ég fékk heldur aldrei nein sérstök “post-op” vandræði og hef lítið þurft að glíma við það sem talin eru eðlileg eftirköst aðgerðarinnar *woohoo*