við vorum með svínabóg í matinn á þrettándanum.. aðeins of stóran *hóst* en miklar vangaveltur voru svo um hvað við ættum að gera við afganginn… á endanum datt mér í hug að gera böku svipaða þeim sem ég hef séð á Ljúfmeti & lekkerheit…
Skar kjötið smátt, bætti við afganginum af ertunum sem við höfðum haft með og saxaði gulrætur í litla bita og sló svo saman nokkrum eggjum og smá mjólk.
þetta kom alveg ljómandi vel út – að visu þá myndi ég sennilegast gera mun minni bökuskeljar uppskrift næst þar sem hún er bæði stútfull af smjöri og fullstór fyrir mitt bökuform (þarf reyndar að fá mér annað bökuform við tækifæri en það er önnur saga. :-p)