jæja árið er nokkrum klst frá því að vera búið…
heilt ár flogið hjá án þess að maður hafi í rauninni tekið eftir því…
jújú helling búið að gerast en samt ekki neitt… árið er búið að vera einstaklega skrítið í alla staði, tilfinningalega séð, vinnulega séð, fjölskyldulega séð og síðast en ekki síst félagslega séð.
Vinnan mín er búin að gera held ég allt til að fá mig til að segja ekki upp aftur *haha* 2 launahækkanir á árinu plús bónus á miðju ári og síðast en ekki síst vegleg jólagjöf sem ég á eftir að nýta mér :o) ég held ég verði barasta að verða bomm til þess að fá að hætta þarna eða eitthvað álíka *haha* j/k
Á vissan hátt finnst mér ég hafa færst nær foreldrum mínum á þessu ári heldur en ég hef verið undanfarin ár… sem er voðalega þægileg tilhugsun, fórum saman í ekta fjölskylduferð í lok árs sem var hreint út sagt frábær. Þau hafa gert allt sem þau geta til þess að hjálpa mér og gefa mér allan þann styrk sem þau geta veitt mér, sama í hvaða formi hann er.
Ég er búin að vera í rosalegum tilfinningarússíbana þetta árið, sem er langt frá því að vera sniðugt… ég er búin að vera á mörkum þess að leita mér aðstoðar á nokkrum tímum en með hjálp góðrar fjölskyldu og yndislegra vina hefur ekki verið þörf á því. Ótrúlegasta fólk hefur veitt mér smá hjartahlýju og ekki einusinni vitað af því að það litla sem það gaf af sér í þeirra augum var risa stórt skref fyrir mig :o)
það eru semsagt þónokkrir einstaklingar þarna úti sem eiga skilið að fá risastórt knús frá mér og endalaust þakklæti :o) Takk fyrir mig kæru vinir.
Núna síðari hluta árs hef ég sparkað ærlega í sjálfa mig og bannað mér að vera svona lokuð og opnað mig fyrir nýjungum, þ.e. nýju fólki :o) og er búin að eignast alveg slatta af nýjum kunningjum. Einnig hef ég tekið mig á og reynt að minnka samskipti við það fólk sem hefur á vissan hátt hjálpað til við rússíbanann minn… Mér hefur svo oft verið sagt að ég sé of góð persóna sem á erfitt með að segja nei þegar fólk þarf á aðstoð minni að halda og ég hef verið að læra ný orð við “hjálparbeiðnum”, því miður en ég get það ekki = NEI
Ég veit að undanfarin ár hafa margir misnotað þessa hlið á mér og ég er að gera mitt besta í að fá fólk til að hætta því :o)
Jæja ég ætla að segja þessa ræðu búna í bili, verið að kalla á mig niður
ég vil bara óska öllum
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!