Ég fór með krakkana í leikhús í dag. Þau eru búin að vera með tennur og tannhreinsun á heilanum núna í ca 2 mánuði, þá sérstaklega Oliver, eftir að þau sjáu Likamaþátt um tennurnar. Ekki það að þeir félagar Karíus og Baktus hafa verið í þónokkru uppáhaldi hjá Oliver í lengri tima, þeir voru m.a. notaðir sem gulrót í leikskólanum í tengslum við “slysamál” hjá honum þegar hann var að hætta með bleyju.
Við fórum semsagt að sjá Karíus og Baktus í dag í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Krökkunum fannst þetta æði og sátu sem fastast allan tíman, tja fyrir utan það þegar Ása Júlía skipti um sæti við konuna sem sat við hliðiná mér þar sem fyrir framan hana sat fullorðin aðili á “prime” stað í “krakkasætum”, (ss fremstu 2 raðirnar voru “lítil” sæti (fyrir utan endasætin innst þar voru 2 “venjulegir stólar”) ætluð minnstu áhorfendunum, Oliver og Ása Júlía sátu í aftari röðinni og ég sat 2-3 sætum frá í hliðarsætum.
Þetta er mjög skemmtileg uppfærsla og ég skemmti mér í raun ekki síður en krakkarnir þarna. Sérstaklega var gaman að sjá hvernig sviðið var tæklað, tennurnar, tannburstinn og tannkremið 🙂
af vef Þjóðleikhússins:
Það er miklu skemmtilegra að sjá Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá uppi í munninum á sér!
Þjóðleikhúsið heldur upp á 100 ára afmæli Thorbjörns Egners með því að setja á svið tvö af hans vinsælustu leikritum, Dýrin í Hálsaskógi á Stóra sviðinu og Karíus og Baktus í Kúlunni. Sagan um Karíus og Baktus kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu þrjótar notið fádæma vinsælda meðal barna víða um heim. Þeir hafa skotið upp kollinum víða, meðal annars í brúðukvikmynd, á hljómplötu og í leikhúsi.
Karíus og Baktus eru pínulitlir tannálfar sem hafa komið sér fyrir í munninum á drengnum Jens. Þar lifa þeir sældarlífi, enda er Jens helst fyrir að borða allskyns sætindi og hann notar tannburstann lítið. En þessir tveir hrappar skemma tennurnar í Jens og þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis. Og nú þurfa Karíus og Baktus að glíma við tannbursta og tannlæknabor…!
Skemmtilegt leikrit sem á erindi við alla krakka.
Leikstjóri: Selma Björnsdóttir
Leikmynd og búningar: Brian Pilkington
Tónlist: Christian Hartmann
Tónlistarumsjón, útsetningar og hljóðfæraleikur: Pollapönk – Haraldur F. Gíslason, Guðni Þórarinn Finnsson, Arnar Þór Gíslason, Heiðar Örn Kristjánsson, Hrafn Thoroddsen
Þýðing: Hulda ValtýsdóttirKaríus: Friðrik Friðriksson
Baktus: Ágústa Eva Erlendsdóttir
Sögumaður og tannlæknir: Arnar Jónsson
Jens: Gísli Björn Rúnarsson
Mamma: Selma Björnsdóttir
Hvað er þetta langt leikrit ?
Ca 30-40 mín