… hin yndislega rútína sem fer alltaf úr skorðum um leið og það kemur frí af einhverju tagi. Það er nefnilega eins og það taki börnin mín þónokkra daga að læra á það að þegar það er frí þá er ekki þörf að vakna í kringum 7 að morgni…
Það var annsi ljúft að allt virtist falla í réttan farveg í gærkvöldi 🙂 Krakkarnir tilbúin í rúmmið á venjulegum tíma enda ræs snemma í gærmorgun, sérstaklega miðað við hversu seint þau sofnuðu kvöldið áður.
Það verður nóg að gera hjá okkur núna með vorinu… Oliver ætlar að halda áfram bæði í fótbolta og í Sundskólanum og Ása Júlía ætlar að fara í dansskóla og svo langar hana ógurlega að fara í sund líka þannig að hún hefur fengið grænt ljós á það hjá sundkennaranum 🙂 verður spennandi 🙂
Aldrei að vita nema að við Leifur finnum okkur ekki líka eitthvað að gera, svona fyrst að ég fæ að hafa hann heima fram á vorið 😀