Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla 🙂
Við eyddum síðasta kvöldi ársins í Birtingaholtinu hjá foreldrum mínum. Notalegt kvöld innanum allar sprengingarnar.
Leifur kíkti út með Oliver fljótlega eftir mat og var Oliver all svakalegur í sprengiríinu. Ása Júlía var ekki eins spennt en fannst samt fínt að halda á stjörnuljósi og vera í skjóli hjá mömmu eða ömmu.
FB logar yfir lélegu skaupi en ég gat nú alveg hlegið nokkrum sinnum, amk framan af. Krakkarnir dottuðu bæði yfir skaupinu enda komið langt fram yfir þeirra háttatíma. Eftir skaupið fórum við auðvitað út og kláruðum það sem “Troðni” hafði uppá að bjóða og eftir kossa og knús ákváðum við að fá okkur smá göngutúr. Enduðum á A40 þar sem við heilsuðum upp á Guðrúnu, Viðar, Arnbjörgu, Víking, Véstein, Guðrúnu, Halldóru, Halldór, Ingvar og litlu dömurnar þær Ragnheiði Helgu & Guðrúnu Lovísu 🙂
Við brunuðum svo heim enda ungarnir orðnir vel þreyttir og rétt þurftu að hallast í áttina að koddunum sínum þá voru þau steinsofnuð.
Rétt áður en við lögðum af stað í Birtingaholtið tókst mér að renna á ca eina almennilega hálkublettinum hérna á bílastæðinu í H14 og er að myndast við að fá þennan líka svakalega fallega marblett á vi hné og læri. Reyndar er hnéið bólgið líka og hruflað. Mjöðmin hefur fengið skell í leiðinni sem og slinkur á handlegg, skemmtilegt!!! ég staulast hérna um eins og gamalmenni.