það var lúmsk spenna í loftinu þegar við settumst við matarborðið á kvöldmatartímanum í kvöld… hví? jú, hingað til nú þá höfum við látið Skúla pabba/tengdó um að sjá um að bjóða okkur upp á Purusteik (já og svona einstaka veitingahús þegar við höfum farið á jólahlaðborð, sjaldast í líkingu við steikina hjá pabba/tengdó). Hann er nefnilega búinn að mastera þessa gerð. Puran er alltaf fullkomnlega poppuð og kjötið sjálft djúsí og gott.
Eftir að hafa fengið afrit af punktunum hjá pabba/tengdó þá ákvað Leifur að ráðast í matseldina. Hann tók reyndar líka nokkra punkta frá matarbloggara 🙂
Í heildina þá heppnaðist þetta alveg stórkostlega vel hjá Leifi, aðvísu pínu partur af purunni sem poppaðist ekki en það gerði ekkert til. Oliver spurði hvort þetta væri svona matur eins og Afi eldaði! svo kjömsuðu þau bæði á purunni sem þau fengu… heppin þau að það skuli bara vera 3 um þetta þar sem ég sjálf er ekki hrifin af puru en kjötið er gott 🙂
Við ætlum að setja punkta inn á uppskriftahlutann ásamt fleiri myndum og mun ég þá setja link á þá færslu hér við 🙂