Mér finnst þetta teppi alveg afskaplega þægilegt að eiga í handavinnubunkanum. Ég var ss að gera það í 3ja sinn og í annað sinn úr kambgarni. Það er létt, lipurt og tegist vel og er hlýtt.
Það er hægt að gera þetta teppi úr hvaða garntegund sem er í raun og veru 🙂
Það er líka svo gaman að leika sér með litina í þessu teppi… ég held hreinlega að ég hafi aldrei séð það koma illa út 🙂
í þetta sinn lét ég súkkulaðibrúnan lit vera “aðal” litinn og passaði að hafa hann alltaf á milli litaskipta, bara mismargar umferðir.
Þetta eintak fór til Swiss, til sonar Gísla og Stine sem fæddist í lok ágúst 🙂