Við fórum aftur á Hótel Rangá með Búðarhálshópnum líkt og í fyrra… ég er ekki frá því að ef þetta verður ekki aftur að ári þá eigum við eftir að sakna þess. Skemmtilegur tími sem við eigum þarna með fólkinu og ekki skemmir að það er alveg dásamlega gott hlaðborðið hjá þeim. Ég, líkt og í fyrra, borðaði yfir mig af öllum þessum mismunandi tegundum af gröfnum laxi sem þeir bjóða upp á þarna, ótrúlega mikið nammi!
Ég lagði af stað strax eftir vinnu og hitti Leif og hina Búðarhálsana um kl 6 á Hótel Rangá. Leifur var búinn að fá herbergið og í ár vorum við á hægri vængnum en í fyrra á þeim vinstri 😉
Fordrykkur var á efri hæðinni og fengum við herbergi þar út af fyrir okkur en þurftum að fara niður þar sem hlaðborðið var.
Leifur og hinir “unglingarnir” bjuggu til einskonar Búðarhálsskaup þar sem þau gerðu létt grín að starfsfólkinu. Ég held að ég hafi verið ein af fáum mökum þarna sem gat í raun hlegið að fleiru en bara mínum maka 😉 líklegast þar sem Leifur var jú búinn að segja mér frá ýmsu sem á gekk við upptökurnar. Hann fékk líka ýmsa propsa heima, Oliver hafði sagt við hann þegar Leifur var að fara í eitt skiptið að hann væri nú ekki alveg viss um að hann vildi lána pabba sínum spil sem Leifur ætlaði að taka upp eftir *obbobobb* en það gerði ekkert til 🙂
Við lögðum af stað til Rvk rétt um 12 og vorum komin í Á72 til að sækja krakkana rúmlega 1. Við reyndar fengum ekkert að sækja krakkana þar sem tengdó voru búin að gera einhver plön með þeim þannig að við fórum bara heim í staðinn 🙂