Ég er búin að sjá endalaust og út um allt ofsalega krúttlegar heklaðar ugluhúfur. Ákvað að prufa að hekla eina á Ásu Júlíu sem endaði svo á þann veg að Oliver vildi eina líka 😉
Uppskriftin sem ég notaði er frí á netinu en á ensku, íslenskuð uppskrift er til í Húsfreyjunni en þar vantar nokkrar línur inní þannig að betra er að vera með ensku uppskriftina og orðalistann frá storkinum sér við hlið ef maður er ekki alveg nógu sleipur í enskunni.
Uppskrift: Woolly owl hat pattern
Garn: Tysil garn artic úr Europris
heklunál: 5,5mm