Mér þykir lúmskt gaman að skrifa þessa Annála 🙂 að fara yfir árið okkar í máli og myndum – rifja upp skemmtilegar minningar sem við höfum eignast síðastliðna mánuði og notið samveru hvers annars sem og ættingja og vina.
Njótið 🙂
Janúar
Við hringdum inn árið á Bráðræðisholtinu eins og svo oft áður 🙂
Dagný fór í “smá” aðgerð á 8 ára afmæli okkar skötuhjúa þann 3.janúar sem heppnaðist alveg prýðilega og hefur hún verið lyfjalaus allt þetta ár sem var auðvitað markmið þessarar aðgerðar (já og auðvitað var markmiðið til frambúðar sem við vonumst auðvitað eftir).
Sigurborg, Tobbi og litla bumbuskottið komu í maraþonlegoheimsókn þar sem keppst var við að setja saman legohús sem Leifur hafði keypt í NY ferðinni okkar mánuði áður.
Oliver byrjaði á sundnámskeiði hjá Símoni í Austurbæjarskóla á vegum Sundskóla KR.
Fjölskyldan fór með snjóþoturnar í Ártúnsbrekkuna við mikla gleði yngra fólksins… Oliver elskaði að veltast um í snjónum eftir að hafa brunað niður brekkurnar en Ása Júlía var ekki alveg eins hrifin af þessum snjó!
Og Leifur fór aftur á Búðarháls eftir gott jólafrí.
Afmælisbörn mánaðarins: Skúli afi
Febrúar
Leifur kíkti með krakkana á Lego sýningu í Ráðhúsinu.
Fórum í afmælisveislu til Hrafns Inga.
Við festum endanlega dagsetningu fyrir væntanlegt brúðkaup okkar skötuhjúa. 25.ágúst varð fyrir valinu.
Leifur hætti á 10-4 vöktum á Búðarhálsi og fór þess í stað á 5-2 vaktir og var því heima um hverja helgi.
Skelltum okkur á Árshátíð Heilsugæslunnar á Hotel Nordica en áður var kíkt til Magneu og Magga í smá forpartý.
Dagný skellti sér á Ullarþæfingarnámskeið hjá SFR (3 kvöld 2x í feb og 1x í mars)
Fögnuðum Bolludegi, Sprengidegi og Öskudegi að vanda og fóru 1stk Smiður og 1stk ljón í leikskólann á Öskudegi.
Afmælisbörn mánaðarins: Hrafn Ingi, Ragnheiður Helga & Tobbi
Mars
Lítil frænka mætti á svæðið þann 8 mars, Sigurborgar og Tobbadóttir ! loksins 🙂
Maggi afi mætti í H14 og smíðaði þessa glæsilegu nýju koju fyrir gríslingana! Oliver kominn í efri koju og Ása Júlía í þá neðri.
Við fórum í síðbúna afmælisveislu til Ragnheiðar Helgu og einnig í 1 árs afmæli Sigurlaugar og Rebekku Rúnar sem og þrítugsafmæli til Krúsu.
Skelltum okkur í bústað um miðjan mánuðinn, Þúfukot varð fyrir valinu rétt fyrir utan Reykholt í Biskupstungum
Matur í Birtingaholtinu í tilefni afmælis Magga afa.
Dagný fór á fyrirlestur á vegum SFR um Grasalækningar.
Ása Júlía fór í 21/2 árs skoðun sem hún auðvitað stóðst með glæsibrag (þroskamat).
Dagný byrjaði að skoða brúðarkjóla fyrir stóra daginn.
Fyrsta slysóheimsókn með börnin var í mars eftir að Ása Júlía datt með hnakkann beint á hillubrún, fékk hún þá þennan fína skurð sem þurfti að sauma 3 spor í.
Hin Árlega Lappaveisla var haldin að vanda hjá Jónínu og Vífli í Borgarnesi.
Afmælisbörn mánaðarins: Maggi afi, Krúsa, Rebekka Rún & Sigurlaug
Apríl
Litla frænka var skírð á laugardag fyrir páska og fékk hún nafnið Ingibjörg. Glæsileg veisla var haldin í framhaldi í Orkugarði.
Páskarnir komu með tilheyrandi eggjaleit í Á72 þar sem mikill spenningur var í ungviðinu að finna sín egg.
Við tókum okkur til og settum tréflísar á svalirnar og var það hellings munur, enda var ekki hægt að fara út á svalirnar ef það var smá bleyta eftir að þær voru málaðar í fyrra þar sem þær voru flughálar.
Hnit ákvað að halda Árshátíðina sína í Sevilla í ár og auðvitað skelltum við okkur með. Áttum yndislega daga í þessari fallegu borg með góðum vinum.
Dagný og krakkarnir kíktu í heimsókn á Búðarhálsinn (heimsókn #2).
5 ára afmæli Olivers var fagnað í lok mánaðarins, þemað í ár var auðvitað Lego og fékk drengurinn því köku í líki stærðarinnar Lego kubbs.
Oliver lauk sundnámskeiðinu með sýningu. Hann bauð ömmum og öfum að koma og fylgjast með og fékk hann viðurkenningu fyrir þátttöku í vetur.
Dagný tók þátt í PAD verkefni á vegum “FatMumSlim” bloggins 🙂
Afmælisbörn mánaðarins: Sigurborg
Maí
5 ára afmæli Olivers! ótrúlegt! og fékk tvíhjól í afmælisgjöf, mikið um hjólaæfingar næstu daga og vikur.
Oliver fór í afmæli til Vals Kára og var það mikið ævintýri.
Dagný var útskrifuð frá skurðlækninum eftir aðgerðina með topp einkunn *haha*
Fjölskyldan fór í sína fyrstu fjallgöngu og gengum við öll saman upp á Úlfarsfellið. Krökkunum fannst það æði og tala mikið um þá ferð.
Við skelltum okkur yfir nótt í sumarbústað á Flúðum til Magga og Elsu.
Grímuklæddir menn mættu í H14 og “stálu” Leifi… Brúðkaupsmálin voru s.s. komin á full swing þar sem þetta var jú bara Steggjunin hans.
Fórum í afmælisdinner til Ingu ömmu með öllum á Hamborgarafabrikkuna.
Eftir opið hús á Austurborg skelltum við okkur í göngutúr niður á LSH þar sem Langamma var.
Ása Júlía fékk fyrirfram afmælisgjöf… tvíhjól.
Flugsýning á Reykjavíkurflugvelli og sundferð í “nýja” laug, Vesturbæjarlaugina.
Afmælisbörn mánaðarins: Oliver, Valur Kári & Inga amma
Júní
Fjölskyldan bókaði aðra Spánarferð! í þetta sinn fyrir okkur öll 4.
Göngutúr um höfnina á Hátíð Hafsins þar sem krakkarnir skoðuðu upp í “hákarl” og tilkynntu að hann væri andfúll og með karíus og baktus í tönnunum….
Leifur fagnaði afmælinu sínu á Búðarhálsi, fékk þónokkrar kvartanir frá samstarfsfólkinu þar að hann hefði ekki látið vita að hann ætti afmæli *úps*
Við skelltum okkur í mat til Jóhönnu ömmu á afmælisdaginn hennar.
Lítill frændi lét sjá sig en hann er 3ji sonur Gunnars & Evu Mjallar
17. júní með tilheyrandi miðbæjarrölti, Oliver fékk að rúnta á Svarta Fordinum með Afa & Garðari.
Tókum heljar hjólatúr með boðskort í Brúðkaupið en önnur fóru í póst 🙂
Picknick í Heiðmörk í glampandi sól með pylsur og sápukúlur.
Vorferð Austurborgar var farin fyrri hluta mánaðarins og fengum við Ingu ömmu til að koma með okkur. Vel heppnuð ferð á Langasand og í skógræktina á Akranesi sem endaði reyndar ekki nógu vel þar sem Ása Júlía meiddi sig á fingri og við enduðum á Skagaslysó! og Ása Júlía fékk 3 saumuð spor í fingur.
Leifur fékk arf sem honum líkaði aldeilis vel við… nokkrir hillumetrar af stríðsbókum 😉
Við skelltum okkur í Grímsnesið til að hitta Gísla og Stine ásamt Gunnari, Evu & strákunum. Enduðum þar í Grilli og notalegheitum.
Sigurborg og Ingibjörg mættu snemma á laugardagsmorgni, skipuðu Dagnýju að hafa til föt og svo var farið með hana að kjósa og þaðan í húllumhæ með æskuvinkonum Dagnýjar og Evu Mjöll + litla kút – þetta var jú Gæsun Dagnýjar…
Leifur hætti í stöðvarhúsinu á Búðarhálsi, enda það nánast fullbyggt, og fór að vinna hinum megin hálsins á stíflusvæðinu.
Afmælisbörn mánaðarins: pabbi & Jóhanna amma
Júlí
Sumarfrí!! Leikskólinn lokaði í byrjun mánaðarins og Dagný fór í sumarfrí sama dag… Leifur stuttu síðar.
Oliver fór í afmæli til Hinriks Dags.
Dagný & Krakkarnir skelltu sér austur fyrir fjall í afmælisveislu Sóleyjar Svönu sem haldin var í sumarbústað fjölskyldunnar í Grímsnesinu.
Litli frændi Gunnarsson Kaldal fékk nafið Birkir Logi á 3 ára brúðkaupsafmæli foreldra sinna.
Benidorm! þar var ýmislegt brallað, sandkastalakeppni, köfunarkeppni í sundlauginni, láta fiska narta í táslur, dýragarður skoðaður, Ása týndist í sundlaugagarði (og fannst auðvitað aftur) og margt fleira
Langþráð leiktæki voru sett í garðinn á H14. Leifur hafði yfirumsjón með því verki og Oliver tók því mjög alvarlega að pabbi stjórnaði þessu öllu saman.
Oliver fékk að fara með Magga afa að veiða, í fyrra skiptið “bara” niðrá Rvk Höfn en það seinna endaði á Þingvöllum. Það er víst ekki hægt að segja að Oliver sé aflakló… a.m.k. ekki eftir þessar ferðir 😉
Vinahittingur í Heiðmörk með afkomendum á sólríkum degi, pylsur grillaðar, kubbi hent og sparkað í bolta.
Dagný fór í “lokamátun” brúðarkjólsins.
Afmælisbörn mánaðarins: Hinrik Dagur & Sóley Svana
Ágúst
Mánuðurinn okkar rann upp.
Við fórum á “okkar eigins útihátíð” í Húsafelli með Sigurborgu, Tobba & Ingibjörgu ásamt vinafólki þeirra. Virkilega skemmtileg útilega þar sem við vorum umkringd fullt af fólki en náðum samt að vera alein í rjóðrinu okkar, sem við höfum tjaldað í 4 sinnum áður!
Allskonar fíniseringar varðandi brúðkaupið fóru í gang.
Við kíktum í Berjamó.
Dagný fagnaði sínu afmæli.
Æskuvinkonurnar komu til að hjálpa til við að skreyta krukkur fyrir brúðkaupið.
Sigurborg kom og hjálpaði við undirbúning brúðkaupsins.
3 ára afmæli Ásu Júlíu var fagnað með heljarinnar veislu og fékk Ásuskott 1stk strönd sem afmælistertu í ár.
Dagný og krakkarnir skelltu sér á Stígvélaðaköttinn með Leikhópnum Lottu.
Sigurborg & Dagný hrisstu 1stk brúðartertu fram úr ermunum eins og ekkert væri 😉
Leifur og SVIK settu upp salinn fyrir brúðkaupið eins og þeim einum var lagið og á met tíma.
Brúðkaupsdagurinn okkar rann upp með pompi og prakt 🙂 Yndislegur dagur í alla staði, mikil gleði, mikið hlegið, sungið og svo frv.
Við skelltum okkur svo í sumarbústað með krökkunum þar sem við eyddum vikunni á bleiku hamingju skýji.
Skelltum okkur í göngu upp í Reykjadal (mæðgurnar fóru langleiðina en feðgarnir alla leið). Nokkrir göngutúrar voru farnir í sumarbústaðarhverfinu og nokkrir bíltúrar voru einnig farnir, einn þeirra endaði á Flúðum þar sem við gengum aðeins um líka.
Gunnar, Eva & strákarnir og Sigurborg, Tobbi & Ingibjörg kíktu á okkur í sumarbústaðinn og áttum við yndislega stund þar.
Afmælisbörn mánaðarins: mamma, Ása Júlía & Sigurborg langamma
September
Alvaran tók við á ný en nú sem hjón… Leifur fór beint á Hálsinn, Dagný í sína vinnu og krakkarnir á leikskólann.
Oliver byrjaði að æfa fótbolta með Fram ásamt Vali Kára, Gunnari Þór og Hinriki Degi (og nokkrum fleiri strákum af Austurborg). Hann fór einnig aftur í Sundskólann til Símonar.
Dagný og krakkarnir kíktu í heimsókn til Leifs á Búðarhálsinn (heimsókn #3) og lentu í miðjum réttum á Skeiðunum. Það þótti krökkunum ekki leiðinlegt.
Við fórum svo aftur viku síðar í haustferð með starfsmannafélagi Hnits á Búðarháls þar sem Leifur lýsti, fyrir vinnufélögunum í bænum, því sem fyrir augu bar. Sú ferð endaði svo í mat á Hótel Heklu.
Dagný og krakkarnir skelltu sér á opið hús í Borgarleikhúsinu.
Oliver tók þátt í RIFF – hreyfimyndahátíðinni.
Fyrsta leikhúsferð Ásu Júlíu var farin, en öll fjölskyldan skellti sér á Dýrin í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu. Við fengum sæti á fremsta bekk fyrir miðju og lentum í smá ævintýri með Mikka Ref… Leifur var a.m.k. vel knúsaður við blendin viðbrögð krakkana.
Dagný fékk gefins nokkrar bækur frá Garðari frænda, þar á meðal leyndust nokkrar gamlar gersemar.
Fyrsta slysóheimsókn Olivers… fall úr efrikojunni endaði með brákað viðbein og þónokkrar kvalir. Ótrúlegt að hann hafi ekki lent á slysó áður.
Matarboð í Naustabryggjunni hjá Jökli og Ingu.
Afmælisbörn mánaðarins: Eva Mjöll
Október
Sumarbústaðarferð með Kaldalssystkinunum og afkomendum. Góður matur, hlegið, spjallað, kubbað, norðurljós og kósíheit einkenna þessa ferð.
Skelltum okkur öll saman á Sauðamessu í Borgarnesi.
Þegar heim var komið mætti okkur myndarlegur pollur í eldhúsinu, vatnslásinn hafði gefið sig um helgina og lá því góður pollur á eldhúsgólfinu. Tryggingavesen!
Afmæli Brynhildar Daðínu varð að pylsulönsh í Hafnarfirðinum.
Sigurborg og Tobbi tilkynntu búferlafluttninga til DK og Tobbi flaug út í lok mánaðarins.
Dagný tók aftur þátt í PAD myndatöku.
Leifur var viðstaddur þegar Óli forseti lagði hornstein að stöðvarhúsi Búðarhálsvirkjunar.
Vefurinn hakkaður :-/
Afmælisbörn mánaðarins: Guðmunda & Jón
Nóvember
SVIK höfðu fengið Ossabæ að láni en gátu ekki nýtt hann í byrjun mánaðar þannig að þau buðu okkur að fara sem við þáðum. Keyrðum austur í brjáluðu veðri og nutum þess að kúra okkur saman í þessum gamla bústað og hlusta á “Kára” rífa sig fyrir utan. Á sunnudeginum komumst við loksins út og fengum okkur göngutúr áður en haldið var aftur til Rvk.
Kveðjupartý fyrir Kristinn á Búðarhálsi.
Leifur, Auður og Signý tóku upp Búðarhálsskaupið þar sem flestallir starfsmenn Landsvirkjunar og Hnits sem tiltækir voru á svæðinu voru fengnir til að leika sjálfa sig í sketsum.
Innbú L200 flutt í gám undir dyggri verkstjórn Leifs (tetris?)
Dagný skellti sér á vinnuskrall með stelpunum af HH þar sem þær enduðu á tónleikum með Ljótu Hálfvitunum.
Sundskólanum lauk með sundsýningu líkt og í vor og fékk Oliver afh. annað viðurkenningaskjal fyrir þátttökuna.
4 ára afmæli Óskars Leós var haldið með pompi og prakt í nýjum húsakynnum fjölskyldunnar.
Fjölskyldan setti saman 2 lítil piparkökuhús við mikla gleði hjá börnunum.
Afmælisbörn mánaðarins: Gunnar & Óskar Leó
Desember
Leifur og Oliver fóru í jólaboð hjá Hauki á fyrsta sunnudag í aðventu.
Jólahlaðborð Heilsugæslunnar var í ár hjá Brynju og Árna og auðvitað mættum við þangað.
Siguborg og Ingibjörg fluttu til Dk.
Leikhúsferð með Gunnari á “Að sama tíma að ári” í Borgarleikhúsinu.
Leifur hélt konfektgerðarnámskeið á Búðarhálsi.
2 ára afmæli Sigmars Kára var haldið í Hólmvaðinu.
Ása Júlía heimsótti Bjarna Tannlækni í fyrsta skipti… minnsta mál í heimi og mikil ánægja að vera LOKSINS búin að fara til tannlæknis eins og Oliver.
Dagný útbjó jóladagatal fyrir krakkana og var ýmsilegt brallað þar við mikla gleði hjá börnum, þá sérstaklega Oliver, meðal þess sem í dagatalinu var: leit að jólavættunum, leikhúsferð (Leitin að jólunum), konfektgerð, piparkökumálun, jólakortagerð ofl.
Við skötuhjú fórum á jólahlaðborð Landsvirkjunarfólks á Búðarhálsi á Hótel Rangá. Þar var Búðarhálsskaupið sýnt við mjög góðar viðtökur. Partý fram eftir nóttu.
Oliver og félagar í skólahóp fluttu helgileik í Grensáskirkju 2x, í fyrra skiptið var það fyrir hina krakkana á Austurborg og foreldra og aðra aðstandendur krakkanna í Skólahóp og í það seinna í messu 3ja sunnudag í aðventu. í framhaldi af því var farið í stutta útgáfu af sunnudagaskóla og á Jólaball í kirkjunni.
Dagný tók þátt í leynivinaleik á vegum FMS bloggsins, hún sendi jólapakka til Ástralíu og fékk reyndar annan þaðan líka (hefði getað verið hvaðan sem er úr heiminum).
Leynivinaleikur var líka hjá Heilsugæslunni og fékk Dagný Siggu meinó til að dekstra við á meðan Sólveig hjúkka skildi eftir smá glaðninga á borði Dagnýjar.
Við duttum um kóklestina á Laugaveginum við mikla gleði krakkanna… öll þessi ljós og jólatónar.
Fótboltaæfingum lauk með smá glensi þar sem skipt var í lið … börn vs foreldrar.
Árlegur laufabrauðsútskurður var í ár í Álfheimunum.
Matur í Birtingaholtinu í tilefni brúðkaupsafmælis Jóhönnu og Magga.
Leifur hætti á Búðarhálsi um jólin. Hann þarf ekki að fara aftur fyrr en í sumar.
Ása Júlía fór í fyrstu vinkonu heimsóknina á gamlársdag 🙂 alla leið yfir á H12 til Ástu Margrétar.
Jólin voru líkt og fyrri ár í faðmi fjölskyldunnar.
Í kvöld munum við svo sprengja í burtu gamla árið í Birtingaholtinu og njóta þess að vera til.
Afmælisbörn mánaðarins: Sigmar Kári & Garðar
Flottur annáll, gleðilegt ár.