Ég sá svo fallega peysu um daginn á Pickles síðunni. Mig klæjaði strax í fingurna þar sem ég sá að hún var frí í stærð 8ára – iss ég myndi bara hafa ermar og búk aðeins styttri þá myndi hún virka flott á Oliver enda ekta strákapeysa, eða bara hafa hana eins og hún ætti að vera og þá myndi hún bara duga lengur :-p uppgefið garn er Abuelita Yarns Merino Worsted, sprengt og liturinn sem ég valdi heitir hinu skemmtilega nafni Camilla og fæst í uppáhaldsbúðinni hjá henni Drífu í Handprjón 🙂
Ég er búin með fyrstu dokkuna af 4 og er búin með kragann og bekkinn.. aðeins byrjuð á búknum þegar þessar myndir hér að ofan eru teknar (06/01/13) 🙂
Búkurinn kominn og bara ermarnar eftir!!
Loksins er hún tilbúin 🙂 er ofsalega ánægð með hana í alla staði, vantar bara myndir af Olla í henni en hún er jú fullstór á hann enþá 🙂
Betri upplýsingar eru á Ravelry