Ég ákvað í nóvember eftir að hafa heklað Kríuna mína að gera eina handa mömmu og aðra handa Ingu tengdó í jólagjöf… svo heppilega vill til að þær eru báðar frekar “grænar” í litum þannig að ég gat keypt stórar dokkur í 3 litum og nýtt í þær báðar 🙂
Fyrir valinu varð Askeladen Silke-uld úr Litlu prjónabúðinni í 2 grænum tónum og svo natur. Sýnist á öllu sem þetta komi til með að koma mjög skemmtilega út 🙂 Þær eru afskaplega mjúkar og léttar í sér. Þær eru heklaðar með 5mm nál og einföldu bandi. Þær eru hér á Ravelry 🙂