Fékk eftirfarandi bréf í e-maili áðan…
VINSMALEGAST LÁTIÐ ÞETTA GANGA
Kæru vinir
Vinkona mín hér á Mogganum á tengdason sem er illa haldinn af hvítblæði. Það er verið að leita að manneskju sem gæti verið heppilegur merggjafi, en það hefur reynst mjög erfitt, þar sem viðkomandi einstaklingur þarf að eiga blökkumann að föður og norræna móður. Þetta hefur með efnasamsetningu mergsins að gera. Merggjafinn getur þó verið hvort sem er karl eða kona. Fleiri þættir þurfa líka að passa og ekki sjálfgefið að þótt manneskja með rétta foreldrasamsetningu finnist að beinmergurinn passi. Erfiðast hér er þó að finna nógu marga kanditata með svartan pabba og hvíta mömmu. Ef þið þekkið manneskju sem á svona foreldra, viljið þið láta okkur vita. Merggjöfin sjálf er einföld og sársaukalaus, en viðkomandi þarf að vera orðinn átján ára. Hver stund er dýrmæt og allar ábendingar feginsamlega þakkaðar.
Morgunblaðið, menning
B* J*