Við fórum á sunnudaginn að sjá “Á sama tíma að ári” ásamt Gunnari. Skemmtum okkur konunglega (enn meir þar sem við vorum öll á frímiðum *haha*)
Er ekki frá því að Nína Dögg hafi þurft að sýna meiri leik en Guðjón þar sem hennar karakter breyttist og þroskaðist mun meira en hans á þessum “árum” sem liðu, algerlega ótengt þeirra hæfileikum þó 😉
Skemmtilegt twist að hafa dansara með í sýningunni svona á milli “ára”
Af vef Borgarleikhússins:
Einnar nætur gaman
… ár eftir ár eftir ár
Eitt febrúarkvöld árið 1951 hittast George og Doris fyrir tilviljun á hóteli og verja nóttinni saman. Þetta kvöld kviknar neistinn. Stundum þarf ekki nema eina nótt – en stundum er ein nótt ekki nóg. Því endurtekur sagan sig, ár eftir ár eftir ár. Á þessum árvissu fundum finnum við fyrir umróti sögunnar; kvenfrelsisbaráttunni, hippatímanum, Víetnamstríðinu og því hvernig viðhorf þeirra til lífsins breytast. Og lokauppgjörið nálgast!