að vísu þá tók ég nú ekki myndir af öllu ferlinu á símann en þær eru í stórumyndavélinni 🙂
koma inn á fotki-ið við tækifæri.
Ég útbjó deigið daginn áður… uppskrift frá tengdó af Mors brune kager sem Leifur tók með sér í búið…
Krakkarnir hjálpuðu okkur að skera út úr deiginu og voru margar skondnar útfærslur á að fletja út deig, Ása rétt rúllaði bara litla kökukeflinu og tók mestu kúluna af og náði svo í það form sem hún vildi og þær voru mis nýtilegar kökurnar *haha* Oliver var hinsvegar stundum full ákafur í að fletja út þannig að þær urðu annsi þunnar margar hverjar hjá honum 🙂
Bara gaman að því samt – við eigum eftir að klára að gera fleiri piparkökur og mála þær síðar á aðventunni.
Við gerðum 2 hús og við mæðgurnar hjálpuðumst að með 1 og feðgarnir gerðu hitt 🙂
Krakkarnir eru alveg í skýjunum með þetta og tala mikið um þau og passa vel upp á piparkökuhúsin sín 🙂