Hún Tinna sem gaf út Þóra – Heklbók í fyrra tók sig til nýlega og bjó til albúm á facebook þar sem hún safnaði saman fullt af myndum sem henni höfðu verið sendar af flíkum/hlutum sem heklað hafði verið eftir uppskriftum úr bókinni hennar. Eitt albúmið er með fullt af myndum af “´Kríum” sem er sjal í bókinni, mjög einfalt og stílhreint sjal. Ég var búin að vera að gramsa í borðinu mínu (sófaborðið er líka hirsla sem fær að geyma allskonar garn/prjóna/útsaumsdót/nálar ofl) og fann þar afgang af ljósfjólubláu “nammi” garni sem ég hafði einhverntíma keypt og dokku af hvítu einbandi, datt í hug að bæta við einum dökkum lit og prufa að gera svona Kríu og hér er útkoman… þetta er ekkert smá fljótlegt og skemmtilegt sjal. fyrsta myndin er tekin eftir kvöld 2, næsta eftir kvöld 3 og svo þessar 2 síðustu teknar í gærkvöldi eftir að ég kláraði allt fjólubláa garnið, eða að mestu leiti þar sem ekki var nóg eftir til að fara heila umferð 🙂
Ég er mjög ánægð með þetta og bara gaman að gera þetta sjal 🙂
Uppskrift: Kría, Þóra Heklbók
Garn: einband (0851 og 9132) og “Nammi” frá knitting Iceland
heklunálar: 3,75mm og 4,5mm