úff… Iðunn var að segja mér frá grein sem er í morgunblaðinu í dag… sem mér þykir bara SORGLEG frá a-ö, ég hélt að fordómar gagnvart samkynhneigðum væru í rénum…
Allavegana það er einhver kallasni sem skrifar bréf til blaðsins og það er vægt til orða tekið fullt af fordómum gagnvart samkynhneigðum…þessum karli blöskrar all svakalega að Gaypride sé talinn fjölskylduhátíð ..
ég held bara að hver verði að leggja sína merkingu í það hvað fjölskylda er.
Í þjóðfélaginu í dag er fjölskylda til í svo rosalega mörgum tilbrigðum… eins og t.d. mamma & börn, pabbi & börn,
amma, afi & barnabarn/börn, fósturforeldrar & börn
og svona mætti lengi telja…
hversvegna er þá ekki hægt að sætta sig við það að það séu
2 mömmur eða 2 pabbar ?
meina í mjög mörgum tilfellum eiga börn hvorteð er 2 mömmur eða 2 pabba… þ.e. þar sem blóðforeldrarnir hafa fundið sér nýja maka…
æji vá svona lagað gerir mig bara einstaklega pirraða…
Ég lýk þessari romsu með þeirri setningu sem mér þótti koma verst út frá þessum karlfauski:
“Hún er erfðagalli, vanskapnaður eins og margur annar ófullkomleiki sem leggst á mannkynið.”
(með hún er auðvitað átt við samkynhneigð….)